Konuklúbburinn skellti sér á kaffihús
Konuklúbbur Markarinnar ákvað að gera sér glaðan dag og skellti sér á kaffihúsið Kaffi Mörk. Þar var boðið upp á dýrindis tertur og kaffi og skálað í Baileys....
lesa meira
Fjör í sundleikfiminni
Nú stendur þeim sem búa í Íbúðum 60+ til boða að taka þátt í jógateygjum, stólaleikfimi, sundleikfimi og leiðbeiningum í tækjasal. Þáttakan hefur verið vonum framar og mikil gleði hjá íbúum með að geta nú aftur tekið á og verið í líkamsrækt. Það var fjör í sundlaug heilsulindar Markar í morgun eins og sést á myndinni....
lesa meira
Öskudagsgleði
Heimilismenn ásamt starfsmönnum Markar slógu köttinn úr tunnunni og skemmtu sér stórkostlega. Eins og sjá má á myndum var enginn lognmolla yfir fólki og vel tekið á því. Að launum fengu allir glaðning....
lesa meira
Bollukaffi í góðum selskap
Á bolludaginn hittust nokkrar heimiliskonur í vinnustofunni hjá Þórhöllu, sr. Auði Ingu og Valdísi, gæddu sér á nýbökuðum bollum, kaffisopa og sérrí og ræddu lífsins gang og nauðsynjar eins og gerist ávallt í góðra kvenna hópi. Notaleg stund í skemmtilegum félagsskap....
lesa meira
Út í stilluna
Þegar veðrið er stillt er um að gera að anda að sér fersku lofti. Og það gera heimilismenn og starfsfólk í Ási þegar hægt er. Þá kemur nú þessi rauði fíni fararskjóti sér vel....
lesa meira
Ilmurinn er svo lokkandi
Þegar ilmurinn af nýbökuðum vöfflum læðist um gangana á Grund lifnar yfir öllum. Heimilisfólkið á V-2 kunni svo sannarlega að meta það í gær þegar hún sr. Auður Inga mætti með vöfflujárnið og deigið og bakaði með kaffinu....
lesa meira
Bóndadagurinn í Mörk
Þegar bóndadagur rann upp sl. föstudag sigldi þorraskipið inn í Mörk...
lesa meira
Fallegar töskur úr afgöngum
Unnur Jónsdóttir sem býr á Frúargangi hér á Grund hefur verið að dunda sér við að búa til töskur úr afgöngum með aðstoð Valdísar Viðarsdóttur sem starfar í vinnustofunni. Svo fallegar töskur og ekki amalegt ef einhver heppinn fær svona gersemi í afmælis- eða jólagjöf....
lesa meira
Ferfætlingarnir vöktu lukku
Það vakti mikla lukku þegar Erla ræstingastjóri í Ási kom með litlu ferfætlingana þá Sleipni og Kol í heimsókn í vinnuna...
lesa meira
Nýárskveðja
Ég óska heimilisfólki og starfsfólki Grundarheimilanna gleðilegs árs og farsældar á nýju ári.
Ég þakka af alhug þá þrautseigju, fórnfýsi, hlýju og kærleika sem þið hafið öll sýnt á þessu sérstaka ári sem nú er liðið.
Við horfum bjartsýn til nýs árs.
Hugheilar kveðjur.
Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna.
...
lesa meira