Forsíða






Jólaglögg fyrir íbúa 60+

Vöfflukaffi íbúa 60+ var með öðrum hætti síðasta mánudag. Vöfflurnar fengu smá pásu en í staðinn var boðið upp á jólaglögg, smákökur og konfekt. Við áttum góða samverustund, horfðum og hlustuðum á Jólagesti Björgvins á tjaldinu og komum okkur í jólagírinn. ... lesa meira


Rauður dagur í Mörk 60+

Hér í Mörk var tekið fagnandi á móti desember. Föstudaginn 1. desember voru allir hvattir til að klæðast einhverju rauðu og í hádeginu var boðið upp á hangikjöt og meðlæti og í eftirrétt voru pönnukökur með rjóma. Vertu velkominn desember. ... lesa meira



Seríur og kransar komnir upp

Í nóvember byrjuðum við í Mörk að undirbúa jólin. Húsvörðurinn setti upp seríu á tréð við húsið í bílastæðaportinu og ræstingin hengdi upp jólakransa með seríum á göngum. Það þarf ekki mikið til að fá hlýleika og birtu þegar dimmt er úti. Nú er desember að ganga í garð og þá munu jólatré vera sett upp og meira jólaskraut. ... lesa meira