Forsíða


Kæru aðstandendur

Nú horfum við björtum augum til framtíðar og höldum ótrauð áfram! Heimsóknir síðustu vikur hafa gengið afar vel og eftir Hvítasunnuhelgina þriðjudaginn 2.júní verður heimsóknarbannið að fullu aflétt í Mörk og heimilið opnað að nýju fyrir gestum. Eins og ávallt eru gestir hjartanlega velkomnir og heimilismenn geta þá gjarnan farið í bíltúra, heimsóknir og sinnt öðrum erindum utan heimilisins eins og áður. Áfram verður samt alltaf nauðsynlegt að gæta að grundvallar sóttvörnum. ... lesa meiraKæru aðstandendur

Í næstu viku eða frá og með 18. maí megum við hér í Mörk rýmka aðeins heimsóknir til íbúanna og mega þeir þá fá tvær heimsóknir í þeirri viku. Það þýðir þá að sami heimsóknargestur getur komið tvisvar sinnum í næstu viku eða ef það hentar ykkur betur að tveir einstaklingar heimsæki íbúann einu sinni (en að sjálfssögðu þá ekki á sama tíma)... lesa meira

Takk kæra samstarfsfólk

Stjórn Grundarheimilanna fundaði síðastliðinn þriðjudag. Og meðal fundarefnis var Covid 19. Farið var yfir stöðuna á heimilunum þremur og hún er að mínu mati eins góð og hægt var að vonast eftir. Stjórnin bókaði eftirfarandi í fundargerðina: „Stjórn Grundar lýsir yfir mikilli ánægju með starfsfólk Grundarheimilanna og þakkar þeim kærlega fyrir afar vel unnin störf á þeim erfiðu tímum sem hafa ríkt undanfarna tvo mánuði.“ Þessu þakklæti vil ég koma á framfæri við ykkur og til allra þeirra sem tengjast Grundarheimilunum þremur á einhvern hátt. Þið hafið lagt mikið á ykkur undanfarnar vikur. Bæði við að sinna heimilisfólki á sama tíma og það fær engar heimsóknir og svo að komast hjá því að bera Covid 19 veiruna inn á heimilin. Sú staðreynd að heimilismenn fá ekki heimsóknir frá sínum nánustu í tvo mánuði samfleytt veldur eðli máls samkvæmt meira álagi á starfsfólkið, sem hefur á sama tíma gert hvað það getur til að „koma í stað“ fjölskyldu og vina, en auðvitað verður sú „afleysing“ léttvæg í samanburði við að fá sína nánustu í heimsókn. Ég vil sérstaklega nefna og þakka ykkur góða starfsfólk, fyrir það hvernig þið hafið tæklað þessar vikur. Svo virðist sem nær allir hafi sinnt sinni vinnu og verið svo heima við og/eða passað sig afskaplega vel að smitast ekki af Covid 19. Það er ekki sjálfgefið að svo stór hópur starfsmanna sé svona vel samsettur, en það á greinilega við um ykkur öll sem starfið á Grundarheimilunum þremur. Og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Þið eruð öll hetjur sem hafið staðið ykkur framúrskarandi vel á ögurstundu. Ég er mjög stoltur af ykkur öllum og hlakka til að vinna með ykkur áfram að velferð þeirra 400 heimilismanna sem hjá okkur búa. Kveðja og góða helgi, Gísli Páll, forstjóri Grundarheimilanna ... lesa meiraHafa samband