Forsíða


Kæru aðstandendur

Kæru aðstandendur Við þurfum því miður að halda áfram með þær heimsóknartakmarkanir sem verið hafa í gildi frá 6. október. Allar undanþágur frá þessum reglum þarf að bera undir deildarstjóra hjúkrunar viðkomandi hæðar. Við höfðum auðvitað vonað að nú gætum við létt á þessum reglum en ég held að þið skiljið öll að staðan leyfir okkur það ekki. Haldið endilega áfram að hringja, skæpa, feistæma og guða á glugga. Ef fólkið ykkar vanhagar um eitthvað megið þið endilega vera því innan handar og koma sendingum til okkar og við komum þeim til skila. ... lesa meira


Skammist ykkar

Kannast lauslega við tvo af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar. Af góðu einu. Þann þriðja hef ég aldrei hitt. Þetta ágæta þríeyki setti saman stjórnarsáttmála fyrir ríkisstjórn sína árið 2017. Þar stendur meðal annars orðrétt: „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjónustuþætti, svo sem heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu.“ Hver er svo raunin? Hefur rekstrargrundvöllur hjúkrunarheimila verður styrktur. NEI, síður en svo. Hann hefur verið markvisst veiktur í tíð þessarar ríkisstjórnar, sem er að ljúka næsta haust. Sumir segja sem betur fer. Í stað þess að auka við fjárframlög umfram launa- og verðlagshækkanir, þá eru hjúkrunarheimilin, auk dvalar- og dagdeildarheimila, krafin um niðurskurð upp á hálft prósent á ári. Árin 2018, 2019, 2020 og nú stendur til að skera enn og aftur niður um hálft prósent skv. fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021. Á sama tíma hefur nær öll önnur heilbrigðisþjónusta fengið hækkanir á fjárlögum umfram launa- og verðlagshækkanir á meðan öldrunarþjónustan situr eftir. ... lesa meira
Hafa samband