Forsíða


Ýmislegt gert til að létta lund og stytta stundirnar

News-image for Ýmislegt gert til að létta lund og stytta stundirnar

Undanfarna daga hafa heimilismenn á fimmtu hæðinni í Mörk verið í sóttkví því einn starfsmaður greindist smitaður af Covid. Enginn heimilismaður hefur greinst með smit og enginn annar starfsmaður sem er frábært. En til að létta fólki stundirnar hefur verið bryddað upp á ýmsu, m.a. boðið upp á pítusveislu og nú síðast í gær var á boðstólum ís og annað sem talið var gleðja og veita tilbreytingu. Það voru Helga Hansdóttir yfirlæknir Grundarheimilanna og Sigríður Sigurðardóttir fræðslu- og gæðastjóri sem tóku að sér sýnatöku hjá þeim sem eru í sóttkví.... lesa meiraKæru aðstandendur

Skjótt skipast veður í lofti! Við vorum rétt búin að rýmka heimsóknarreglurnar en nú hefur Sóttvarnarlæknir komið með þau tilmæli að einungis einn heimsóknargestur megi koma dag hvern í heimsókn á hjúkrunarheimili landsins. Eins er ætlast til að fólk virði 2 metra nándarregluna á ný. Þetta tekur gildi nú þegar. Einn aðstandandi má koma í senn á heimsóknartíma milli kl.13-17, tveir aðstandendur mega skiptast á viku í senn Það verður þó að gæta þess vel að viðkomandi geti haldið sem mestri sóttkví heima. Það er mikið í húfi. Með þökk fyrir skilning og þolinmæði og von um góða helgi😊 Viðbragðsteymi Grundarheimilanna ... lesa meiraHafa samband