Til aðstandenda

Til aðstandenda

Ekki voru upplífgandi fréttirnar í gær með aukningu smita í samfélaginu og verðum við að bregðast við. Við minnum á að halda sig heima finni fólk fyrir minnstu einkennum sem gætu bent til Covid smits og fara í sýnatöku. Auðvitað gildir það sama ef fólk er í sóttkví. Heimilisfólk hefur langflest verið fullbólusett, þó ekki allir og starfsfólk fengið fyrstu bólusetningu en einstaklingar sem eru ekki fullbólusettir geta fengið veiruna og borið hana á milli og verðum við áfram að fara varlega. Heimsóknartakmarkanir eru eftirfarandi: ​*Hjúkrunarheimilinu verður læst þannig að hringja þarf bjöllu til að komast inn. Tilkynna þarf hvern er verið að heimsækja og á Minni og Litlu Grund verður dyravörður og heimsóknir skráðar einsog áður var. *Óbreyttur heimsóknartími verður eða frá kl.. 13-18 *Einungis 2 gestir mega koma yfir daginn til heimilismanna, þeir mega koma saman eða í sitthvoru lagi. Við gerum ráð fyrir að einungis nánustu aðstandendur komi í heimsókn. *Börn yngri en 18 ára mega EKKI koma í heimsókn. *Heimsóknargestir skulu vera með maska, spritta hendur við komu og fara beint inn á herbergi heimilismanns. *Fara skal styðstu leið inn og út af heimilinu og ekki staldra við til að ræða við starfsfólk. Það skal gert símleiðis. *Heimsóknargestum er óheimilt að dvelja í sameiginlegum rýmum, eins og setustofum. *Áfram er heimilt að bjóða heimilismönnum út t.d. í bíltúra en gæta þarft að fjöldatakmörkunum samfélagsins (10 manns) og forðast mannmarga staði. Virða þarf grímuskyldu utan heimilisins. *Ef heimilsmaður hefur farið út þarf hann að þvo hendur og spritta sig þegar hann kemur inn aftur á heimilið. *Við hvetjum fólk til að fara út í göngutúra og njóta útiverunnar. Gætum að persónubundnum sóttvörunum og saman komumst við í gegnum þetta eins og áður Mússa... lesa meira


Kæru aðstandendur

Nú eru blikur á lofti og hópsmit Covid-19 að greinast í samfélaginu. Við erum, eins og þið vitið, búin að fullbólusetja alla heimilismenn og flestir starfsmenn hafa fengið fyrri bólusetningu. Þó er það svo að ekki hafa allir starfsmenn getað þegið bólusetningu af ýmsum ástæðum og er enn ástæða til þess að fara varlega. Það er vert að minna á að þrátt fyrir bólusetningu getur fólk enn smitast af Covid-19 og eins geta bólusettir borið með sér smit. Við biðjum ykkur þess vegna um að fara varlega næstu daga og gæta vel að persónubundnum sóttvörnum. Vinsamlega kynnið ykkur eftirfarandi puntka: Gætum öll að persónubundnum sóttvörnum. Á hverjum degi eru leyfðir 2 heimsóknargestir á hvern íbúa á milli kl. 13-18. Við biðjum gesti um að fara beint inn í herbergi til íbúa og dvelja ekki í sameiginlegum rýmum. Gestir bera grímur og spritta hendur við komu. Við biðjum um að börn, 18 ára og yngri, komi ekki í heimsókn að svo stöddu þar sem mikill fjöldi smita er að greinast í þeirra hópi. Heimilismenn mega enn fara í heimsóknir út af heimilinu en við biðjum ykkur um að fara varlega og gæta þess að öllum sóttvarnarreglum sé fylgt. Við komu á heimilið aftur er heimilismaður beðinn um að spritta hendur. Nú gildir enn og aftur að standa saman eins og við erum orðin svo þjálfuð í. Við gerum þetta saman. Birna... lesa meira