Ás

Föstudagar eru kjóladagar

Á meðan Covid fárið stóð sem hæst og smitvarnirnar voru í algleymingi sátu þær á spjalli yfir góðum kaffibolla, Hulda Bergrós ritari og heimiliskonurnar Rúrí og Ragna. Talið barst að þessum skrítnu tímum sem við lifum á og hvað það væri mikil synd að eiga öll þessu fínu föt hangandi inn í fataskáp og geta ekki notað þau Hulda Bergrós kom með þá tillögu að þær myndu gera sér dagamun á föstudögum klæða sig upp í kjóla og jafnvel skreyta sig með perlufestum. Þetta gerðu þær stöllur alla föstudaga. Gleðin smitaði út frá sér og t.d. hefur iðjuþjálfunin tekið upp á því að mæta í kjólum á föstudögum.... lesa meira


Kæru aðstandendur

Nú eru blikur á lofti og hópsmit Covid-19 að greinast í samfélaginu. Við erum, eins og þið vitið, búin að fullbólusetja alla heimilismenn og flestir starfsmenn hafa fengið fyrri bólusetningu. Þó er það svo að ekki hafa allir starfsmenn getað þegið bólusetningu af ýmsum ástæðum og er enn ástæða til þess að fara varlega. Það er vert að minna á að þrátt fyrir bólusetningu getur fólk enn smitast af Covid-19 og eins geta bólusettir borið með sér smit. Við biðjum ykkur þess vegna um að fara varlega næstu daga og gæta vel að persónubundnum sóttvörnum. Vinsamlega kynnið ykkur eftirfarandi puntka: Gætum öll að persónubundnum sóttvörnum. Á hverjum degi eru leyfðir 2 heimsóknargestir á hvern íbúa á milli kl. 13-18. Við biðjum gesti um að fara beint inn í herbergi til íbúa og dvelja ekki í sameiginlegum rýmum. Gestir bera grímur og spritta hendur við komu. Við biðjum um að börn, 18 ára og yngri, komi ekki í heimsókn að svo stöddu þar sem mikill fjöldi smita er að greinast í þeirra hópi. Heimilismenn mega enn fara í heimsóknir út af heimilinu en við biðjum ykkur um að fara varlega og gæta þess að öllum sóttvarnarreglum sé fylgt. Við komu á heimilið aftur er heimilismaður beðinn um að spritta hendur. Nú gildir enn og aftur að standa saman eins og við erum orðin svo þjálfuð í. Við gerum þetta saman. Birna... lesa meiraKæru aðstandendur

kynnið ykkur vel þær breytingar sem hér fara á eftir. Nú erum við að fóta okkur í nýju og breyttu landslagi eftir að heimilismenn eru flestir bólusettir. Við þurfum þó áfram að stíga varlega til jarðar. Breytingar á sóttvarnarreglum frá 30. janúar 2021 Nú eru langflestir heimilismenn orðnir bólusettir við Covid 19. Það er þó mikilvægt að minna á það að bólusetning er ekki 100% vörn gegn sjúkdómnum. Áfram verða heimilismenn að gæta að persónubundnum sóttvörnum. Við getum hins vegar létt á ýmsum aðgerðum sem við höfum farið í hér í Ási og hafa haft það að markmiði að hindra að hópsmit breyddist úr meðal heimilismanna. Starfsfólk hefur ekki verið bólusett og þess vegna þarf áfram að gæta að sóttvörnum meðal þeirra. 1. Heimsóknir Gestir eru velkomnir í heimsókn. Þeir þurfa að vera með maska við komu, spritta hendur og fara beint á herbergi heimilismanna, ekki dvelja í sameiginlegum rýmum. Við miðum þó við að aðeins tveir megi heimsækja hvern og einn í einu til þess að koma í veg fyrir að of margir séu samankomnir á heimilinu í einu (börn fædd 2005 eða seinna undanskilin). Opið er fyrir heimsóknir frá klukkan 13-18 alla daga. Heimilismenn mega fara í heimsóknir til ættingja en verða að gæta að almennum sóttvörnum og spritta hendur við komu á heimilið aftur. 2. Matsalir Hólfaskipting heimilismanna í matsal hættir, heimilismenn og starfsmenn halda áfram að spritta sig áður en komið er inn í matsal. 3. Dagdvöl Opnum dagdvöl 1.febrúar, notendur þjónustunnar eru ekki allir fullbólusettir en hafa val um hvort þeir vilja mæta strax eða bíða þar til þeir eru bólusetningu er lokið. 4. Verslun Opnum verslun 1.febrúar, viðskiptavinir spritta sig áður en þeir fara inn í verslun og það er bara einn inni í einu. 5. Vinnustofur Óbreytt fyrirkomulag verður í vinnustofum, við opnum ekki á milli sóttvarnarhólfa svo sama skipting verður áfram. 6. Sjúkraþjálfun Hættum skiptingu heimilismanna á milli sóttvarnarhólfa í sjúkraþjálfun en pössum vel að forðast blöndun starfsmanna. 7. Ferðir heimilismanna út í bæ Við hvetjum heimilismenn ekki endilega til bæjarferða en ef fólk vill fara í verslanir eða heimsóknir út í bæ skal það gæta að almennum sóttvörnum og spritta sig við komuna til baka. 8. Maskanotkun Starfsmenn þurfa áfram að nota maska þegar ekki er hægt að gæta að 2ja metra reglu milli starfsmanna. Heimilismenn þurfa að nota maska í samræmi við sóttvarnarreglur þegar þeir fara af heimilinu. Birna Sif... lesa meira


Nýárskveðja

Ég óska heimilisfólki og starfsfólki Grundarheimilanna gleðilegs árs og farsældar á nýju ári. Ég þakka af alhug þá þrautseigju, fórnfýsi, hlýju og kærleika sem þið hafið öll sýnt á þessu sérstaka ári sem nú er liðið. Við horfum bjartsýn til nýs árs. Hugheilar kveðjur. Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna. ... lesa meira