Fréttir

Ýmislegt gert til að létta lund og stytta stundirnar

Undanfarna daga hafa heimilismenn á fimmtu hæðinni í Mörk verið í sóttkví því einn starfsmaður greindist smitaður af Covid. Enginn heimilismaður hefur greinst með smit og enginn annar starfsmaður sem er frábært. En til að létta fólki stundirnar hefur verið bryddað upp á ýmsu, m.a. boðið upp á pítusveislu og nú síðast í gær var á boðstólum ís og annað sem talið var gleðja og veita tilbreytingu. Það voru Helga Hansdóttir yfirlæknir Grundarheimilanna og Sigríður Sigurðardóttir fræðslu- og gæðastjóri sem tóku að sér sýnatöku hjá þeim sem eru í sóttkví.... lesa meiraKæru aðstandendur

Skjótt skipast veður í lofti! Við vorum rétt búin að rýmka heimsóknarreglurnar en nú hefur Sóttvarnarlæknir komið með þau tilmæli að einungis einn heimsóknargestur megi koma dag hvern í heimsókn á hjúkrunarheimili landsins. Eins er ætlast til að fólk virði 2 metra nándarregluna á ný. Þetta tekur gildi nú þegar. Einn aðstandandi má koma í senn á heimsóknartíma milli kl.13-17, tveir aðstandendur mega skiptast á viku í senn Það verður þó að gæta þess vel að viðkomandi geti haldið sem mestri sóttkví heima. Það er mikið í húfi. Með þökk fyrir skilning og þolinmæði og von um góða helgi😊 Viðbragðsteymi Grundarheimilanna ... lesa meiraKeli, Símon og Sara flutt í Mörk

Í sumar bættust þrír nýir heimilirsmenn við í Mörk, kötturinn Keli og vinirnir Símon og Sara. Þau ætla að ferðast á milli heimilla eftir því sem við á og vingast við sem flesta heimilismenn. Keli er alveg til í að sitja hjá þeim sem klappa honum og knúsa og sömu sögu er að segja af Símoni og Söru. Þa eru óttalegar kelirófur og vita fátt skemmtilegra en að hvíla í fangi einhvers sem veitir þeim hlýju.. ... lesa meira


Kæru aðstandendur

Í ljósi þess að undanfarið hefur Covid smit greinst á hjúkrunarheimili og á dagdvöl biðjum við alla að vera á varðbergi gangvart þessum vágesti og gæta vel að sjálfum sér. Í reglum okkar um heimsóknir er tekið fram að aðeins einn heimsóknargestur megi koma í heimsókn á heimsóknartíma milli kl.13-17. Er þetta gert til að minnka þann fjölda sem kemur í hús, þannig drögum við úr líkum á að smit eigi sér stað einnig er auðveldara að rekja smit þegar færri og alltaf þeir sömu koma í hús. Viljum við því ítreka kæru aðstandendur að þið virðið þessar reglur og að aðeins einn aðstandandi komi í heimsókn og alltaf sá sami. Höfum í huga að inn á heimili eins og okkar er smit fljótt að breiðast út meðal heimilis- og starfsmanna. Með von um góða helgi og bestu kveðjur, Ragnhildur, framkvæmdastjóri hjúkrunar... lesa meira


Heimsóknarreglur

Kæru aðstandendur Það eru því miður ekki góðar fréttir sem við heyrum um samfélagssmit. Við viljum því ítreka mikilvægi þeirra reglna sem við höfum sett fram í því skyni að vernda ástvini ykkar. Þessar reglur verða óbreyttar fram yfir helgina en eru í stöðugri endurskoðun. Með ósk um góða og örugga helgi, Ragnhildur Hjartardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar.... lesa meira


Kæru aðstandendur

Í ljósi nýjustu frétta um fjölgun innanlandssmita Covid-19 hér á landi langar mig að árétta við ykkur að gæta nú enn betur að sóttvörnum. a. Vinsamlega virðið það að koma ekki nema 1-2 í heimsókn til hvers heimilismanns. b. Gætið vel að 2ja metra reglunni gagnvart öðrum heimilismönnum í sameiginlegum rýmum. c. Gestir geta því miður ekki setið með sínu fólki í borðsal eða setustofu. d. Gestir geta verið inni á herbergi eða í öðru rými þar sem ekki er nein nánd við aðra heimilismenn. e. Munið að spritta hendur við komu og komið ekki í heimsókn ef þið hafið einhver einkenni sem samræmst gætu Covid-19 smiti. Takk fyrir góða samvinnu, við gerum þetta saman 😊 Sigríður Sigurðardóttir Fræðslustjóri... lesa meira


Kæru aðstandendur

Eins og fréttir síðustu daga hafa óþægilega minnt okkur á þá er veiran ekki farin úr samfélaginu okkar og ber því áfram að gæta ítrustu varúðar. Undanfarið hafa kannski allir orðið fullslakir gagnvart veirunni og því slakað aðeins á sínum smitvörnum. Við viljum því ítreka við ykkur að gæta að ykkar persónulegu smitvörnum, nota handþvottinn og sprittið óspart, ALLS EKKI koma í heimsóknir ef þið eruð með einhver einkenni frá öndurfærum eða eitthvað slöpp. Ef þið hafið verið erlendis þá er MJÖG skynsamlegt að bíða með heimsóknir á heimilið fyrstu vikuna jafnvel þótt landamæraskimun hafi verið neikvæð. Húsinu er áfram skipt upp í ákveðin smithólf þannig að óþarfa gegnumgangur um húsið er ekki heimill og við viljum áfram biðja ykkur um þegar þið eruð í heimsóknum að forðast sameiginleg svæði eins og setustofur, eyðið tíma með ykkar aðstandenda og reynið að forðast alla aðra. Einnig held ég að það væri sniðugt að þið mynduð takmarka fjölda þeirra sem er að koma í heimsókn hverju sinni við 1-2 einstaklinga þannig að við þurfum ekki að grípa til harðari aðgerða. Vonast eftir góðri samvinnu við ykkur um þetta. Sigríður Sigurðardóttir sviðsstjóri fræðslu- og gæðamála. ... lesa meira