Frétt

Rausnarleg gjöf

Heimilinu  Álfheimum barst heldur betur höfðingleg jólagjöf frá Ólafi Erni og Inger Steinsson. Inger kom með mjög fallegt 12 manna matar- og kaffistell. Við á heimilinu höfum oft talað um að það væri gaman að eiga svona sparistell til að dekka upp á hátíðum og afmælum og nú er það komið og þökkum við þeim hjónum innilega fyrir þessa frábæru gjöf. 
Inger og Ólafur hafa  um árin verið stoð og stytta þessa heimilis. Þegar eitthvað vantar kemur Inger færandi hendi með það, svo sem eins og seríu á jólatréð og svalirnar, rauðvínsglös og margt fleira og ótalin eru þau skipti sem hún kemur með eitthvað gott  með kaffinu.Við þökkum þeim hjónum hjartanlega fyrir hlýhuginn og notalegheitin.

Myndir með frétt