Frétt

Laufabrauðsbakstur

"Við vorum að ræða um laufabrauð í nóvember og starfsfólk fann að heimilisfólk hafði áhuga á að skera út laufabrauð. Það var því ákveðið að heimilisfólk af fjórðu hæð gæti komið  í Álfholt og skorið út saman",  segir Nanna Rut Pálsdóttir heimilisstýra.  "Þetta var afskaplega notaleg stund og mikið spjallað. Einhverjir voru þaulvanir á meðan aðrir höfðu jafnvel aldrei áður skorið út laufabrauð.  Við höfum síðan verið að borða afraksturinn fram til þessa dags", segir hún.  


Myndir með frétt