Frétt

Mörk fékk sethjól að gjöf

Oddfellow stúkan Ari Fróði færði hjúkrunarheimilinu Mörk rausnarlega gjöf á dögunum. Um er að ræða sethjól af gerðinni Tunturi Platinum Pro. Tækið nýtist þeim sem eru hreyfanlegir og geta hjólað sitjandi. Hjólið gefur góðan stuðning við bakið og er stillanlegt á marga vegu. Einnig er hægt að hafa mismunandi erfiðleikastuðla á æfingum auk þess að mæla púls þess sem er að hjóla. Gísli Páll Pálsson, forstjóri í Mörk, segir mikilvægt að eiga góða að eins og stúkuna Ara Fróða sem færir nú heimilinu þessa gagnlegu og góðu gjöf og þakkar kærlega fyrir hönd heimilisins.

 

 

 


Myndir með frétt