Frétt

Kom til að stilla píanóið og endaði með tónleika

Stefán Birkisson kom hingað í Mörk í morgun til að stilla píanóið í matsalnum á fyrstu hæð. Í kjölfarið spilaði hann svo nokkur skemmtileg lög, líklega til að heyra hvernig það hljómaði. En hann slapp ekki svo auðveldlega því þeir sem staddir voru niðri voru ekki alveg á því að slepppa honum strax svo hann tók nokkur lög í viðbót við mikinn fögnuð þeirra sem þarna voru. Dásamlegir tónar og allir sælir . Takk kærlega fyrir Stefán. 

Myndir með frétt