Frétt

Kósístund í Mörk

Boðað var til "kósístundar"  á fyrstu hæðinni í Mörk í gær sem var vel til fundið því það var dimmt úti, rok og rigning.  Stefán Pálsson sagnfræðingur mætti í heimsókn og  fræddi  áheyrendur um þorrann, þorrahefðir og hinn dularfulla uppruna bóndadagsins.

Hátt í 100 manns þáðu boðið,  hlustuðu á  Stefán  og gæddu sér á heitu súkkulaði með rjóma.  


Myndir með frétt