Frétt

Heimilisfólkið fór á veitingahús Valda og Hansa

Heimilisfólkið þarf ekkert endilega að fara langt til að fá tilbreytingu. Starfsfólkið í eldhúsi Markar hvetur heimilismenn til að koma niður í matsal á fyrstu hæð og borða þar af og til. Þá dúka kokkarnir okkar borð og setja blóm í vasa. Í dag var það heimilisfólkið sem býr í Langholti sem mætti á "veitingahús Valda og Hansa".