Frétt

Kvaddi vinnustaðinn og heldur til Þýskalands

Elke Herrel hefur unnið í Mörk frá því hjúkrunarheimilið var opnað. Í vikunni kvaddi hún samstarfsmenn, heimilisfólk og íbúa í þjónustuíbúðum Grundar - Markarinnar. Hennar verður sárt saknað og hún var kvödd með hlýjum orðum frá forstjóranum Gísla Páli Pálssyni og síðan var boðið í   kaffi og bakkelsi og Hafliði Hjartarson leysti hana svo út með gjöf, fuglamynd sem hann tók sjálfur og var á sýningu í Mörk nýlega.
Elke, sem er þýsk, flytur nú aftur heim til Þýskalands.

Myndir með frétt