Frétt

Viltu bjóða heimilismanni í hjólatúr?

Fimmtudaginn 26. júlí klukkan 17:00 til 18:00 verður haldið námskeið í Mörk þar sem leiðbeint verður með hvernig best er að hjóla með farþega í Hjólað óháð aldri hjólinu, - sem sagt að gerast Hjólari. Sesselja Traustadóttir, hjólastjóri í Mörk, leiðbeinir um notkun á hjólinu og þátttakendur fá tækifæri til að prófa hjólið. Þátttaka er öllum opin og ókeypis. Mörk býður upp á kaffisopa á námskeiðinu.