Frétt

Hjólað um Laugardalinn

Nýlega var farið í hjólaferð á vegum „Hjólað óháð aldri“ frá Mörk hjúkrunarheimili. Þáttakendur voru níu og lagt var af stað uppúr hádegi.  Ferðin gekk mjög vel og heimiliskonurnar  Sif, Gréta og Hulda voru allar ánægðar með ferðina. Hjólað var í Laugardalinn og í gegnum grasagarðinn og húsdýragarðinn.  Vel var tekið á móti okkur og allir ánægðir og endað í kaffi hjá Bakarameistaranum í Glæsibæ.  Sesselja hjólastjóri hjá „Hjólað óháð aldri“ stýrði för og Heiðrún sjúkraþjálfari var tengiliður við Mörk.  Stefnt er að annari hjólaferð seinna í sumar

Myndir með frétt