Frétt

Öðruvísi námskeið

Fyrirlesararnir og kennararnir Rayne Stroebel frá Suður Afríku og Carol Ende frá Alaska hafa farið víða með námskeið sem þau bjóða nú hér á landi um heilabilun. Ekki er um hefðbundna fyrirlestra að ræða heldur gagnvirka vinnustofu þar sem fólk sem hefur verið greint með heilabilun er viðfangsefnið. Það verður skoðað hvernig mögulegt er að fá að þroskast og dafna þrátt fyrir að vera með greininguna heilabilun og síðan eru þau Rayne og Carol rík af reynslusögum og frásögnum. Námskeiðið, sem verður haldið í Reykjavík þann 11. september,  er opið fyrir alla áhugasama en vilji starfsfólk Markar skrá sig er það beðið um að hafa samband við Guðbjörgu í síma 5306100 eða senda tölvupóst á gudbjorg@grund.is