Frétt

Fengu saumavél að gjöf

Í gær fengum við góða gesti í heimsókn þegar þau Gróa Guðnadóttir kjólameistari og Kristmann Magnússon eigandi Pfaff færðu vinnustofu iðjuþjálfunar merkilega saumavél að gjöf.

G. Lilja Benjamínsdóttir og Ása Lára Axelsdóttir, leiðbeinendur í vinnustofu, tóku á móti vélinni sem hefur verið í eigu Gróu frá árinu 1963. 

Í tilefni afhendingarinnar bauð eldhúsið í Mörk  upp á tertu sem vakti mikla lukku meðal þeirra Gróu, Ásu, Lilju og Pfaff hjónanna Kristmanns og Hjördísar. Á myndunum má einnig sjá Hafliða Hjartarson, ljósmyndara með meiru, 

Hjartans þakkir færum við þessu góða fólki fyrir veglega gjöf


Myndir með frétt