Frétt

Kemur vikulega og spilar á gítar og syngur með heimilisfólki

Kristján SIgurðsson, tengdasonur Láru Þorsteinsdóttur sem býr á Miðbæ á annari hæð, kemur alltaf í heimsókn á fimmtudögum og spilar á gítar og syngur með heimilisfólkinu.
Þetta hefur hann gert í nokkurn tíma og er alltaf jafn yndislegt. Hann spilar gömlu góðu lögin sem flestir kannast við eða kunna og það er vel tekið undir. Fólk frá hinum heimilunum á annari hæð, Sælubæ og Glaumbæ, kemur gjarnan líka til að vera með.
Það er svo oftar en ekki að það er bakað með kaffinu á þessum dögum og hér er Arndís heimilisstýra að baka vöfflur.

Myndir með frétt