Frétt

Notalegt andrúmsloft á nýja kaffihúsinu

Nú er kaffihúsið Kaffi Mörk búið að vera opið bráðum í mánuð og dásamlegt að sjá hvað margir koma með aðstandendum sínum og setjast þar niður og fá sér kaffisopa. Þar er opið alla daga nema mánudaga, á virkum dögum frá 12:00 til 17:00 og um helgar frá 13:00 til 17:00.Vestfirsku hveitikökurnar hafa alveg slegið í gegn með kaffinu en svo vilja margir fá sér eitthvað sætt með bolla af kaffi. Í góðu veðri í sumar verður svo hægt að setjast út og njóta veitinga á skjólgóðri veröndinni.


Myndir með frétt