Frétt

Fallegustu svalirnar í Mörk

Sú skemmtilega hefð hefur myndast að um mitt sumar eru valdar fallegustu svalirnar í Mörk, og það er úr mörgum að velja . Dómnefndin að þessu sinni var skipuð Pétri Reynissyni, garðyrkjufræðingi, Vaidu Stankute ræstingarstjóra heimilisins og Ragnhildi Hjartardóttur hjúkrunarframkvæmdastjóra.

Dómnefndin sagði að á heildina væri greinilegt að það væri vel í lagt og mikill metnaður hjá öllum að gera svalirnar sínar sem fallegastar. Erfitt var að gera upp á milli en niðurstaðan var sú að fyrstu verðlaun hlaut Miðbær sem er á annari hæð í miðjunni. "Þetta eru svalir með karakter. Mjög gott skipulag á blómakerjum, samsetning blóma falleg og vel hugsað um þau. Púðar í stólum og skraut á borðum, mjög hlýlegt og svo heimilislegt að manni langar til að setjast og njóta."
Önnur verðlaun fengu Ljósheimar sem eru á þriðju hæð í miðjunni. "Gott skipulag, stílhreint og fallegt, mjög vel hugsað um blómin og greinilega mikið í lagt að hafa svalirnar hlýlegar og heimilislegar."
Þriðju verðlaun hlaut Réttarholt sem er á fjórðu hæð í suður. "Samsetning blóma mjög falleg og lífleg og vel hugsað um þau."


Myndir með frétt