Frétt

Fiskidagurinn litli undirbúinn

Næstkomandi fimmtudag verður árlega haldið upp á Fiskidaginn litla hér í Mörk.  Forsvarsmenn Fiskidagsins mikla á Dalvík bjóða m.a.  upp á fiskisúpu og fiskborgara sem Friðrik V sér um að elda. Heimilisfólk er að undirbúa hátíðahöldin með því að skreyta á fyrstu hæðinni í anda dagsins.