Frétt

Góðir vinir

Eins og margir vita eflaust fylgjum við Eden hugmyndafræðinni hér í Mörk. Eitt af því sem hugmyndafræðin leggur áherslu á er að heimilisfólk njóti þess að vera í samvistum við alla aldurshópa og fái tækifæri til að umgangast gæludýr. Það eru gleðistundir þegar tíkin Rösk mætir með Arndísi í vinnuna á 2. hæð hér í Mörk. Á myndinni er Rösk komin í fangið á vinkonu sinni og heimiliskonunni Sigurvaldisi Guðrúnu Lárusdóttur.