Frétt

Smalinn fræðir heimilismenn um síðustu ferð á Skaftártunguafrétt

Árlega er haldinn réttardagur í Mörk og um árin hefur verið bryddað upp á ýmsu skemmtilegu sem tengist réttunum í sveitinni. Gísli Páll Pálsson hefur á annan áratug smalað á Skaftártunguafrétti. Hann stillir ævinlega upp útbúnaði smalans í Mörk, hjólinu og klæðunum sem eru tvær lopapeysur, önnur prjónuð af móður hans en hin af eiginkonunni, mörg pör af vettlingum, nóg af hlífðarfatnaði að ógleymdum ullarnærklæðum. Svo hátíðlega tekur hann smalamennskunni að í símaskránni er hann skráður sem forstjóri og smali. Á þessum myndum er Gísli Páll að fræða heimilismenn um síðustu ferð sína á Skaftártunguafrétt.

Myndir með frétt