Frétt

Öll viðskipti komin til Arion banka.

Í gær  var undirritaður  samningur milli Markar hjúkrunarheimilis, GM og ÍEB, félaga sem standa að íbúðum fyrir 60 ára og eldri í Mörkinni og Arionbanka og eru nú öll fyrirtæki Grundar komin í viðskipti hjá Arion banka. Auk framangreindra fyrirtækja, Markar, ÍEB og GM eru  Grund og Ás í Hveragerði þar í viðskiptum  sem og Þvottahús Áss. Við þetta tilefni sagði Gísli Páll Pálsson, forstjóri, að það væri mikið gleðiefni að fyrirtækin öll væru nú komin á ný á sama stað með bankaviðskipti en í nokkur ár voru Mörk , GM og ÍEB  með annan viðskiptabanka.  Kristján Þór Jónsson viðskiptastjóri hjá Arionbanka sagði að þau hjá Arionbanka væru stolt af því að vera viðskiptabanki Grundar og tengdra félaga  og styðja þannig við það mikilvæga starf sem þar fer fram og þjónustu félagsins við eldri borgara.