Frétt

Fengum lífsmarkamæli að gjöf

 Mörk eignaðist lífsmarkamæli í vikunni. Það var Rbst. nr.1, Bergþóra sem gaf heimilinu tækið. Lífsmarkamælirinn er á hjólastandii, svo hægt er að fara með hann milli herbergja. Tækið mælir blóðþrýsting, púls, hita og súrefnismettun. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Markar, tók við gjöfinni en það var yfirmeistari Rbst. nr. 1, Bergþóru, Margrét Pálsdóttir, sem afhenti hana með formlegum hætti. Gjöfin kemur sér mjög vel hér í Mörk og er stúkunni innilega þakkað fyrir þessa höfðinglegu gjöf.