Frétt

Kæru aðstandendur

Hér gengur allt vel og heimilismenn eru flestir við góða heilsu. Enn hefur enginn veikst af Covid-19 og vonum við að það haldist þannig sem lengst.

Við höfum gert ýmsar ráðstafanir til að minnka líkur á smiti og er heimsóknarbannið einn liður í því. Ég vil þakka ykkur þann skilning og þolinmæði sem þið hafið sýnt þessari erfiðu ákvörðun okkar að loka heimilinu en allar aðgerðir miðast að því að vernda heimilisfólkið okkar. Við hvetjum ykkur til að vera í sambandi við ykkar ástvini í síma og eða í tölvusambandi og ekki hika við að hafa samband til að fá fregnir eða til að heyra í ykkar nánustu.

Starfsfólk og heimilismenn taka ástandinu af miklu æðruleysi, starfsfólk í sjúkra- og iðjuþjálfun hefur flutt starfsemi sína upp á heimilin og saman reynum við að hafa gaman og leysa verkefnin frá degi til dags.

Varðandi ferðir heimilismanna út af heimilinu þá getum við auðvitað ekki bannað þær en við mælum alls ekki með þeim. Okkur langar því að biðja ykkur um að vinna með okkur að því að hindra í lengstu lög að smit komi inn á heimilið og reyna því eftir fremsta megni að fresta öllum slíkum ferðum.

Með þakklæti fyrir gott samstarf.
Góða helgi, Ragnhildur