Frétt

Takk fyrir sönginn

Ættingjar og ýmsir listamenn hafa á undanförnum vikum komið til okkar hingað í Mörk og glatt með söng. Þeir koma að hjúkrunarheimilinu austantil og syngja þar sem heimilisfólkið getur komið út á svalir og hlustað. Íbúar sem búa í Íbúðum 60+ hafa notið góðs af og svo hafa þeir sem leið hafa átt um göngutstíginn líka staldrað við til að hlusta. Í lok síðustu viku komu þau Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar Guðmundsson og glöddu okkur með sínum yndislega flutningi. Við það tækifæri voru þessar myndir teknar. Kærar þakkir og einnig til ykkar allra hinna sem komið hafa til okkar. 

 


Myndir með frétt