Frétt

Ágæti aðstandandi

Reykjavík, 22. apríl  2020

Ágæti aðstandandi

Heimsóknir verða leyfðar inn á  Mörk, hjúkrunarheimili  frá og með 4. mai næstkomandi með ákveðnum takmörkunum.   Þó mikið hafi áunnist í baráttunni gegn COVID-19 þá erum við ekki í höfn og gæta þarf að ítrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir þegar komið er í heimsókn.  Einnig er nauðsynlegt að takmarka þann fjölda sem kemur inn á heimilið á hverjum tíma.  Vonir eru bundnar við að heimsóknir verði rýmkaðar enn frekar í júní 2020.

Vinsamlega athugið ef ástandið í þjóðfélaginu versnar með aukningu smita eða smit koma upp á hjúkrunarheimilinu, munu reglur verða hertar aftur.

Vinsamlega kynnið ykkur vel eftirfarandi heimsóknarreglur:

 1. Einn aðstandandi, helst maki eða barn, fær að koma í heimsókn og alltaf sami einstaklingurinn. Nauðsynlegt er að fjölskyldur komi sér saman um hver það verður sem sér um heimsóknirnar.
 2. Heimsóknartími er frá:13-16 dag hvern en ekki er reiknað með að hver einstaklingur fái heimsókn nema 1-2 svar í viku í byrjun.
 3. Nauðsynlegt er að fá heimsóknarleyfi hjá hjúkrunardeildarstjóra eða staðgengli hans með dags fyrirvara og í síðasta lagi á föstudögum fyrir helgarheimsókn, á eftirfarandi netfangi eða síma;

  2.hæð theodora.hauksdottir@morkin.is eða barbara.osp.omarsdottir@morkin.is                      sími 560-1720 / 560-1724

  3.hæð idunn.ludviksdottir@morkin.is sími 560-1730/560-1734

  4.hæð steinunn.agnarsdottir@morkin.is sími 560-1740-560-1744

  5.hæð lilja.hauksdottir@morkin.is sími 560-1750/560-1754

 4. Munið að þvo og spritta hendur áður en heimsókn hefst og að henni lokinni. Ekki snerta neitt, farið beint inn til íbúa og beint úr aftur.Gestir mega ekki vera í sameiginlegum rýmum heimilisins.
 5. Virðið 2ja metra regluna í samskiptum við ykkar ástvin og starfsfólk.
 6. Vinsamlega hlaðið niður í símana ykkar smitrakningnarappi almannavarna fyrir 4. maí
 7. Alls ekki koma í heimsókn ef:
  1. Þú ert í sóttkví
  2. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
  3. Þú hefur verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
 1. Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Frá sama tíma geta íbúar farið í hár og fótsnyrtingu í Mörk. Sjúkra- og iðjuþjálfun heldur áfram á heimili viðkomandi en ekki í sal.

Bestu kveðjur,

Ragnhildur Hjartardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar.