Frétt

Kæri aðstandandi

 

Reykjavík, 04.maí 2020

Kæri aðstandandi

Eins og áður hefur verið tilkynnt verða heimsóknir leyfðar inn á Mörk, hjúkrunarheimili frá og með deginum í dag 4.maí með ákveðnum takmörkunum því gæta verður ítrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir þegar komið er í heimsókn.

Í pósti til ykkar þann 27.apríl þar sem tilkynnt var um fyrirkomulag heimsókna urðu þau mistök að þar var sagt að „ekki er reiknað með að hver einstaklingur fái heimsókn nema 1-2svar í viku í byrjun“ þegar rétt er að standa átti ekki er reiknað með að hver einstaklingur fái heimsókn nema einu sinni í viku í byrjun og í mest klukkustund í senn.“  Hafa þessi mistök orðið til þess að margir biðja um  að hitta sína ástvini tvisvar sinnum í viku, en við því er ekki hægt að verða vegna fjöldatakmarka því nauðsynlegt er að takmarka þann fjölda sem kemur inn á heimilið.

Ég biðst innilega afsökunar á þessum mistökum og bið ykkur að sýna okkur áfram biðlund.  Við gerum þetta hægt og rólega og án þess að skapa hættu. 

Ragnhildur Hjartardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar