Frétt

Kæru aðstandendur

Í næstu viku eða frá og með 18. maí megum við hér í Mörk rýmka aðeins heimsóknir til íbúanna og mega þeir þá fá tvær heimsóknir í þeirri viku.  Það þýðir þá að sami heimsóknargestur getur komið tvisvar sinnum í næstu viku eða ef það hentar ykkur betur að tveir einstaklingar heimsæki íbúann einu sinni (en að sjálfssögðu þá ekki á sama tíma). Áfram þarf að bóka þessar heimsóknir hjá viðkomandi deildarstjóra svo að ekki verði of fjölmennt í einu. Reiknað er með að ef áfram gengur vel að frekari tilslakanir verði svo í vikunni á eftir, þ.e. frá 25. maí.

 2.hæð theodora.hauksdottir@morkin.is eða barbara.osp.omarsdottir@morkin.is  sími 560-1720 / 560-1724

3.hæð idunn.ludviksdottir@morkin.is sími 560-1730 / 560-1734

4.hæð steinunn.agnarsdottir@morkin.is sími 560-1740 / 560-1744

5.hæð lilja.hauksdottir@morkin.is sími 560-1750 / 560-1754

 Samkvæmt sóttvarnalækni má aflétta 2 metra nándarmörkum á milli íbúa og hans aðstandenda frá og með 18. maí ásamt því að íbúum verður frá sama tíma heimilt að fara í gönguferðir með sínum nánustu.  Mörkin gilda þó að sjálfssögðu áfram á milli gesta og annara íbúa hjúkrunarheimilisins þannig að ekki er leyfilegt að nýta sameiginlegar setustofur til heimsókna ennþá.  Ekki er heldur ennþá leyfilegt að fara með íbúana í bíltúra.  

 

ATHUGIÐ að sem fyrr mega gestir ekki koma í heimsókn ef þeir:

a. eru í sóttkví

b. eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)

c. hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift d. eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

 

ATHUGIÐ: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.