Frétt

Kæru aðstandendur

Lífið er smám saman að færast í fyrra horf hjá okkur í Mörk.  Heimsóknir síðustu vikur hafa gengið ljómandi vel og allir ánægðir yfir að fá að hitta sína ástvini.

Nú afléttum við enn frekar á heimsóknarbanninu og í næstu viku, frá og með mánudeginum 25.maí má hver heimilismaður fá eina heimsókn á dag.  Áfram verður það einn heimsóknargestur í einu og heimsóknin má vara í eina klukkustund. 

Það þarf ekki að vera sami heimsóknargestur alla daga en fjölskyldur verða að koma sér saman um hver kemur í hvert skipti, við treystum ykkur til þess að passa upp á að aðeins komi einn á hverjum degi.  

Við köllum þetta 1-1-1 regluna, ein heimsókn á dag, einn einstaklingur í eina klukkustund. Ekki þarf lengur að panta tíma og heimsóknir verða leyfðar milli kl.13-17 alla daga.

Áfram gildir reglan að heimsóknir eru ekki á sameiginlegu svæðum á heimilunum uppi heldur inni á herbergi viðkomandi heimilismanns.  Heimilt verður að nýta heimsóknina í göngutúr út í garðinn okkar þar er yndislegt að sitja í góðu veðri, einnig er tilvalið að setjast í Kaffi Mörk. 

Hikið ekki við að hringja og spyrja ef eitthvað er óljóst og eins ef þið viljið upplýsingar um heimilismann. 

Ef fram heldur sem horfir gerum við ráð fyrir að heimsóknarbanninu verði aflétta 2.júní og þá verður starfsemin komin í venjulegt horf.

 

Með ósk um góða helgi,

Ragnhildur