Frétt

Kæru aðstandendur


Í ljósi nýjustu frétta um fjölgun innanlandssmita Covid-19 hér á landi langar mig að árétta við ykkur að gæta nú enn betur að sóttvörnum.
a. Vinsamlega virðið það að koma ekki nema 1-2 í heimsókn til hvers heimilismanns.
b. Gætið vel að 2ja metra reglunni gagnvart öðrum heimilismönnum í sameiginlegum rýmum.
c. Gestir geta því miður ekki setið með sínu fólki í borðsal eða setustofu.
d. Gestir geta verið inni á herbergi eða í öðru rými þar sem ekki er nein nánd við aðra heimilismenn.
e. Munið að spritta hendur við komu og komið ekki í heimsókn ef þið hafið einhver einkenni sem samræmst gætu Covid-19 smiti.
Takk fyrir góða samvinnu, við gerum þetta saman 😊
Sigríður Sigurðardóttir
Fræðslustjóri