Frétt

Kæru aðstandendur

Í ljósi þess að undanfarið hefur Covid smit greinst á hjúkrunarheimili og á dagdvöl biðjum við alla að vera á varðbergi gangvart þessum vágesti og gæta vel að sjálfum sér.

Í reglum okkar um heimsóknir er tekið fram að aðeins einn heimsóknargestur megi koma í heimsókn á heimsóknartíma milli kl.13-17.  Er þetta gert til að minnka þann fjölda sem kemur í hús, þannig drögum við úr líkum á að smit eigi sér stað einnig er auðveldara að rekja smit þegar færri og alltaf þeir sömu koma í hús.  Viljum við því ítreka kæru aðstandendur að þið virðið þessar reglur og að aðeins einn aðstandandi komi í heimsókn og alltaf sá sami.  Höfum í huga að inn á heimili eins og okkar er smit fljótt að breiðast út meðal heimilis- og starfsmanna.

Með von um góða helgi og bestu kveðjur, 
Ragnhildur, framkvæmdastjóri hjúkrunar