Frétt

Notaleg samverustund

Í síðustu viku var sr. Auður Inga Einarsdóttir  með samverustund á öllum heimilum Markar. Fræddi hún heimilisfólk  um embættisklæðnað presta og söguna á bak við hann. Einnig fór hún yfir hin ýmsu tákn og tölustafi er tengjast kirkjunni, ásamt skemmtilegum staðreyndum og uppákomum. Heimilisfólki þótti mjög gaman að hlýða á og komu með margar skemmtilegar spurningar í kjölfarið.

Myndir með frétt