Frétt

Kæru aðstandendur

 Góðu fréttirnir eru þær að þeir heimilsmenn sem voru skimaðir í gær fyrir Covid 19 voru allir neikvæðir og allir við góða heilsu. 

Fjórða hæðin er þó enn í sóttkví og verður fram yfir næstu helgi.

 

Eftir tölur dagsins sjáum við ekki annað fært en herða og takmarka enn frekar á heimsóknarreglum.  Þetta er ekki léttvæg ákvörðun en við teljum hana þá einu réttu í stöðunni.

Heimsóknir í Mörk eru því verulega takmarkaðar og eingöngu leyfðar í samráði við hjúkrunardeildarstjóra og í samræmi við eftirfarandi:

  1. Ef heimilismaður er á lífslokameðferð
  2. Ef heimilismaður veikist skyndilega
  3. Ef um er að ræða neyðartilfelli
  4. Ef hjúkrunardeildarstjóri metur það svo að nauðsynlegt sé að rjúfa þessa reglu

 

Heimsóknargestir þurfa að hafa samþykki viðkomandi hjúkrunardeildarstjóra.

Heimsóknargestir á undanþágu þvo hendur sínar áður en lagt er af stað og spritta hendur við komu á heimilið. 

Nota verður maska meðan á dvöl stendur og halda 2 metra fjarlægð inni á herbergi heimilismanns.

 

Vinsamlegast athugið að opnunarkóða að dyrasíma verður breytt, er það gert svo hægt sé að fylgjast náið með hverjir koma inn í húsið og hvenær.

Bestu kveðjur, Ragnhildur