Frétt

Kæru aðstandendur

Þetta eru erfiðir tímar og mikið reynir á okkur öll. Viðbragðsteymi Grundarheimilanna ákvað í dag að hertar heimsóknarreglur verða áfram út næstu viku að minnsta kosti.

Smitum hefur fjölgað hratt en vonandi förum við að sjá að hápunkti smita er náð í samfélaginu, næstu dagar skera úr um það og nú reynir á samstöðu allra og að við sýnum öll ítrustu aðgát.

Í Mörk gerum við okkar besta í að halda í gleðina og að gera hluti með heimilisfólkinu sem vekja ánægju Á morgun er bleiki dagurinn hjá okkur og heimilin eru nú þegar í óða önn að skreyta í bleikum lit hjá sér og kæmi mér ekki á óvart að við fengum að sjá í myndum hverju verið er að brydda upp á, Myndir af daglegu lífi og uppákomum birtast á heimasíðu okkar sem og á Facebook síðu Markar.

Enn og aftur þakka ég ykkur samstöðuna og skilninginn á erfiðum tímum.

Bestu kveðjur, Ragnhildur