Frétt

Sumarhátíðin í Ási

Í blíðskaparveðri var Sumarhátíðin í Ási haldin í gær. Heimilisfólk, aðstandendur, starfsfólk og aðrir gestir skemmtu sér konunglega, hlustuðu á fagra tóna frá litskrúðuga stúlknabandinu Tónafljóð, Ingunn bauð upp fallega andlitsmálun og “blaðrarinn” Daníel galdrað í fram flottar fígúrur úr blöðrum.
Nokkrir heimilismenn nýttu tækifærið og seldu eigið handverk, t.d. sokka, vettlinga, peysur, málverk og vatnslitamyndir.
Eldhúsið sá um veitingarnar sem voru glæsilegar að vanda.

Myndir með frétt