FréttirMægður fara með Gunnarshólma

Það er dagur íslenskrar tungu í dag og af því tilefni fóru þær mæðgur Hallveig 92 ára og dóttir hennar Nína með ljóðið Gunnarshólmi eftir Jónas Hallgrímsson á heimili þeirrar fyrrnefndu í Mörk. Þær kunna allt ljóðið utanbókar en Hallveig var ung þegar hún lærði það. Þá var hún úti í kartöflukofa að brjóta spírur af kartöflum, þetta þótti henni al-leiðinlegasta verk sem hún þurfti að sinna. Hún hljóp því reglulega inn og las tvær ljóðlínur sem hún lærði svo utanbókar og svo hljóp hún aftur og lærði næstu tvær og svo framvegis þar til hún kunni allt ljóðið. Í dag fara þær mæðgur reglulega með ljóðið þegar þær hittast. Allir heimilismenn höfðu gaman af og fóru svo aðrir að rifja upp ljóð sem þeir lærðu ungir. Frábært framtak hjá Nínu.... lesa meira


Færðu heimilinu rafskutlu

Sigríður Axelsdóttir og Ragnar Thorarensen komu aldeilis færandi hendi hingað í Mörk nú í vikunni þegar þau komu með rafskutlu sem þau gáfu heimilinu. Hér sést Guðmundur Helgi Jónsson, aðstoðarmaður í sjúkraþjálfun, taka hana í prufuakstur og myndatöku í garðinum okkar sem nú skartar fallegum haustlitum. . Sigríði og Ragnari eru færðar hjartans þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem á eftir að koma sér vel.... lesa meira