Fréttir

Kæru aðstandendur

Í dag eru fjórar vikur frá því að viðbragðsteymi heimilisins tók þá erfiðu ákvörðun að koma á heimsóknarbanni og stöðva þar með heimsóknir til heimilismanna. Eftir því sem vikurnar hafa liðið verður okkur æ ljósara hversu mikilvæg og rétt þessi ákvörðun var þó erfið hafi verið og við beitum öllum ráðum til að verja okkar heimilismenn eins og hægt er. ... lesa meiraBakvarðasveit Markar hjúkrunarheimilis

Við í Mörk leitum nú leiða til að fyrirbyggja hugsanlega manneklu á heimilinu í ljósi aðstæðna í samfélaginu. Við erum að vinna að því að setja saman eigin bakvarðasveit sem við getum leitað til ef þörf krefur. Við leitum eftir hraustum einstaklingum yngri en 70 ára sem búa yfir þekkingu og/eða reynslu á umönnunarstörfum og geta því gengið inn í almenna umönnun með skömmum fyrirvara.... lesa meira


Kæru aðstandendur

Þetta er skrýtin biðstaða sem við erum í og við þökkum fyrir hvern dag og viku sem líður hjá án þess að óværan berist í hús. Enn hefur ekkert smit greinst hjá okkur og heimilismenn eru við góða heilsu og er það mikil blessun.... lesa meira

Við getum þetta saman

Undanfarnar vikur hafa verið skrýtnar. Samkomubann, það fyrsta í rúmlega öld, hrun í ferðaþjónustu, lokun landamæra víðs vegar um heiminn svo fátt eitt sé nefnt. Við á Grundarheimilunum höfum verið að undirbúa okkur við að fá smit inn á heimilin þrjú. Bæði varðandi heimilismenn og starfsmenn. Við höfum skipt upp vöktum í eldhúsum og þvottahúsi meðal annars, en slík skipting er erfiðari í almennri umönnun. Mikil skipulagsvinna hefur farið fram og undirbúningur eins langt og hann nær í því óvissuástandi sem ríkir í samfélaginu.... lesa meira