Fréttir

Endilega nýta samskiptamöguleika sem fyrir hendi eru

Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að vernda heimilismenn gagnvart Covid 19 og einn liður í því er heimsóknarbannið sem nú er í gildi. Við vitum hversu erfitt það er fyrir aðstandendur að geta ekki hitt fólkið sitt en sem betur fer er hægt að nýta fjölbreytta samskiptamöguleika á meðan á þessu stendur. Hafi aðstandendur tök á að útvega heimilisfólki ipad eða snjallsíma þá er hægt hringja í gegnum nokkur öpp eins og facetime, whatsapp eða messenger og spjalla saman í mynd, sjá jafnvel barnabörnin líka og barnabarnabörnin. Starfsfólk mun eftir fremsta megni aðstoða heimilisfólk við að taka á móti slíkum samtölum og einnig aðstoða heimilisfólk við að hringja í sitt fólk. ... lesa meira


Kæru aðstandendur

Hér gengur allt vel og heimilismenn eru flestir við góða heilsu. Enn hefur enginn veikst af Covid-19 og vonum við að það haldist þannig sem lengst. Við höfum gert ýmsar ráðstafanir til að minnka líkur á smiti og er heimsóknarbannið einn liður í því. Ég vil þakka ykkur þann skilning og þolinmæði sem þið hafið sýnt þessari erfiðu ákvörðun okkar að loka heimilinu en allar aðgerðir miðast að því að vernda heimilisfólkið okkar. Við hvetjum ykkur til að vera í sambandi við ykkar ástvini í síma og eða í tölvusambandi og ekki hika við að hafa samband til að fá fregnir eða til að heyra í ykkar nánustu.... lesa meira


Heimsóknarbann

Í framhaldi af yfirlýsingu Almannavarna um neyðarstig vegna COVID-19 veirunnar er í gildi heimsóknarbann í Mörk frá kl. 17.00 í dag 6. mars 2020. Við bendum ykkur á að hringja á viðkomandi heimili og fá upplýsingar um ykkar aðstandanda eða samband við hann. Gangi okkur vel ... lesa meira