Grund

Kæru aðstandendur

Viðbragðsteymi Grundar leggur til áfram sömu takmarkanir á heimsóknum út næstu viku. ​Velkomið er að skipta um heimsóknaraðila svo framarlega að hann geti tryggt sóttvarnir. Eftirfarandi reglur eru í gildi frá 30.desember: ​Grund er eingöngu opin á milli kl. 13-17 fyrir heimsóknir. Eingöngu má koma einn aðstandandi í heimsókn á dag og þarf það að vera alltaf sá sami amk. næstu 7 daga. Við biðjum um að heimsóknargestir séu ekki börn eða ungmenni. Heimsóknargestir séu bólusettir, gæti sérstaklega að persónubundnum sóttvörnum og ekki verra að þeir taki reglulega hraðpróf. Alger grímuskylda er á meðan á heimsókn stendur. Heimsókn þarf að vera inni á herbergi heimilismanns. Ekki er hægt að mæla með ferðum heimilismanna úr húsi nema brýn ástæða sé til. Veiran læðist að okkur úr öllum áttum en engin smit eru nú í hópi heimilismanna Grundar. Einhverjir starfsmenn eru frá vinnu en við gerum okkar allra besta að halda uppi þjónustustigi þrátt fyrir það. Ég vil þakka ykkur fyrir skilning og þolinmæði, það er svo mikilvægt að finna samstöðuna núna þegar við sannarlega þurfum öll á því að halda. Góða helgi... lesa meira

Táknræna tré Grundarheimilanna komið upp á vegg

Nú er búið að setja þetta myndarlega skýli yfir aðal inngang heimilisins. Þá er þar einnig komið stórt skilti með fallega trénu sem einkennir allt sem merkt er Grund og Grundarheimilunum. Þá hefur sjálfum innganginum verið breytt og hann er nú að öllu leyti þægilegri fyrir þá sem eru með göngugrindur eða í hjólastól. Það er alltaf verið að breyta og bæta... lesa meira


Kæru aðstandendur

Það er búið að aflétta sóttkví og heimilis-og starfsfólk að ná heilsu eftir Covid smit sem kom upp hér á Grund og við erum þakklát fyrir það. Nú er orðið mjög jólalegt allt í kringum okkur enda aðfangadagur eftir viku og gestagangur alltaf heldur meiri fyrir og um hátíðarnar. Mig langar því enn og aftur að minna á sóttvarnir en smittölur eru háar í samfélaginu og okkur mikið í mun að fá ekki aðra covid sýkingu á Grund. Heimsóknarreglur hafa ekki breyst hjá okkur þó eiga allir gestir að bera andlitsgrímu á meðan á heimsókn stendur. Börn mega koma en þó bendum við á að börn eru oft einkennalaus og því biðjum við alla að sýna skynsemi í þessu, halda heimsóknum þeirra í lágmarki og biðjum um að börn beri einnig andlitsgrímur. Eftir sem áður geta heimilismenn farið út með ykkur en gæta verður fyllstu varúðar og við mælum ekki með að fólk fari í fjölmennar veislur um hátíðirnar. Ég set fréttabréf með í viðhengi en það var sent útí vikunni. Endilega hafið samband við mig eða starfsfólk deilda ef einhverja spurningar eru. Með von um allair njóti aðventunnar. ... lesa meira

Kæru aðstandendur

Jólin nálgast óðum og þá er að ýmsu að huga hér á Grund eins og á öðrum heimilum. Undanfarið hefur ilmur af nýbökuðum smákökum borist um húsið, deildirnar eru búnar að skreyta hjá sér og jólaljósin lýsa upp skammdegið. Eins og áður sagði er að mörgu að huga á stóru heimili og eru aðstandendur beðnir að fara með heimilifólki yfir fatnað fyrir jólin, ganga úr skugga um að hann sé hreinn og passi, hengja hann upp á herðatré og merkja til dæmis aðfangadagur / jóladagur. Nauðsynlegt getur verið að hafa fatnað til skiptanna... lesa meira

Gáfu Grund rafknúna göngugrind

Jóhann Árnason kom á dögunum færandi hendi á Grund fyrir hönd Oddfellowstúkunnar Þorkels Mána með háa rafknúna göngugrind. Slíkt hjálpartæki mun koma sér afskaplega vel og er stúkunni hjartanlega þakkað fyrir þessa rausnarlegu gjöf og Jóhanni fyrir komuna. Hér tekur Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna við þessari góðu gjöf frá Jóhanni Árnasyni.... lesa meira