Sumarhátíð á Grund

Það var kátt yfir mannskapnum þegar blásið var til sumarhátíðar á Grund. Afþví verið er að reisa kaffihús í suðurgarði heimilsins var hátíðin í portinu bakvið heimilið. 
Melónur, ís, gos, sætindi og flatkökur með hangikjöti var meðal þess sem boðið var uppá, Jón Ólafur mætti með harmonikkuna og svo tróð stúlknabandið Tónafljóð upp og lék sígild gömul dægurlög sem allir gátu tekið undir með. 
Blaðrarinn var mættur og gladdi ungviðið og síðan var boðið upp á andlitsmálun líka. Flottur og sólríkur dagur hér á Grund og kæru aðstandendur, starfsfólk og kæru börn sem glödduð okkur í dag. Takk fyrir komuna. Það var gaman að fá ykkur í heimsókn. Heimilisfólk virtist alsælt með daginn.