Mörk
Kæru aðstandendur

Ekki voru upplífgandi fréttirnar í gær með aukningu smita í samfélaginu og verðum við að bregðast við. Við minnum á að halda sig heima finni fólk fyrir minnstu einkennum sem gætu bent til Covid smits og fara í sýnatöku. Auðvitað gildir það sama ef fólk er í sóttkví. Heimsóknartakmarkanir eru eftirfarandi: • Hjúkrunarheimilinu verður læst - hringja þarf bjöllu til að komast inn. • Óbreyttur heimsóknartími verður eða frá kl. 13-18. • Einungis 2 gestir mega koma yfir daginn til heimilismanna, þeir mega koma saman eða í sitthvoru lagi. Við biðjum um að einungis nánustu aðstandendur komi í heimsókn. • Börn yngri en 18 ára mega EKKI koma í heimsókn þar sem mikill fjöldi smita er að greinast í þeirra hópi. • Heimsóknargestir skulu vera með maska, spritta hendur við komu og fara beint inn á herbergi heimilismanns. • Fara stystu leið inn og út af heimilinu. • Heimsóknargestum er óheimilt að dvelja í sameiginlegum rýmum, eins og setustofum og Kaffi Mörk. • Áfram er heimilt að bjóða heimilismönnum út t.d. í bíltúra en gæta þarf að fjöldatakmörkunum samfélagsins (10 manns) og forðast mannmarga staði. • Ef heimilsmaður fer út af heimilinu þarf hann að þvo hendur og spritta sig þegar hann kemur inn aftur. Aukin áhersla er nú lögð á þrif á sameiginlegum snertiflötum innan heimilisins. Starfsfólk sem er óbólusett og þeir starfsmenn sem þess óska bera áfram maska við störf sín og alltaf þegar verið er að aðstoða óbólusettan heimilismann. Gætum að persónubundnum sóttvörunum og saman komumst við í gegnum þetta eins og áður. Bestu kveðjur, Ragnhildur ... lesa meira


Karlaklúbbur Markar brá sér á kaffihús

Karlaklúbburinn í Mörk brá sér á kaffihús þar sem kokkarnir buðu upp á dýrindis "smörrebrauð" að dönskum hætti og kökur ásamt því að skálað var í bjór. Það eru notaleg viðbrigði að geta á ný farið um húsið án þess að hafa miklar áhyggjur af Covid enda allir heimilismenn búnir að fá sprautu og starfsmennirnir fyrri sprautuna. ... lesa meira

Kæru aðstandendur

Gestir eru velkomnir í heimsókn Við miðum við að aðeins tveir megi heimsækja hvern og einn í einu til þess að koma í veg fyrir að of margir séu samankomnir í rýminu (börn fædd 2005 eða seinna undanskilin). Húsið er opið fyrir heimsóknir frá klukkan 13-18 alla daga Gestir þurfa að vera með maska við komu og spritta hendur Gestir fara beint á herbergi heimilismanna og dvelja ekki í sameiginlegum rýmum Gestir forðast beina snertingu við heimilismenn eins og hægt er Gestir muna tveggja metra nándarmörk Heimilismenn mega fara í heimsóknir til ættingja eða bíltúra en verða að gæta að almennum sóttvörnum og spritta hendur við komu á heimilið aftur 2. Maskanotkun Stóra breytinginn er að starfsfólk sem fengið hefur fyrri bólusetningu getur hætt að vera með maska við vinnu sína og þurfa ekki að vera með maska innan veggja heimilisins. Við förum áfram gætilega og auðvita geta komið tilvik þar sem setja þarf upp maska til dæmis ef ekki er hægt að virða tveggja metra reglu við aðstandendur, gesti eða aðra sem ekki eru bólusettir. Heimilismenn þurfa að nota maska í samræmi við sóttvarnarreglur þegar þeir fara af heimilnu. 3. Kaffi Mörk Heimilismenn og gestir þeirra eru velkomnir á Kaffi Mörk á meðan húsrúm leyfir. Munum að huga að sóttvörnum. Áfram er mikilvægt að hafa í huga að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir: • Eru í sóttkví eða bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku • Eru með einhver einkenni eins og kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, kviðverki eða niðurgang Ragnhildur... lesa meira


Öskudagsgleði

Heimilismenn ásamt starfsmönnum Markar slógu köttinn úr tunnunni og skemmtu sér stórkostlega. Eins og sjá má á myndum var enginn lognmolla yfir fólki og vel tekið á því. Að launum fengu allir glaðning.... lesa meira

Kæru aðstandendur

Breytingar á sóttvarnarreglum 29. janúar 2021 Nú eru langflestir heimilismenn orðnir bólusettir við Covid 19. Það er þó mikilvægt að minna á það að bólusetning er ekki 100% vörn gegn sjúkdómnum. Áfram verða heimilismenn að gæta að persónubundnum sóttvörnum. Við getum hins vegar létt á ýmsum aðgerðum sem við höfum farið í hér á hjúkrunarheimilinu og hafa haft það að markmiði að hindra að hópsmit breyddist úr meðal heimilismanna. Starfsfólk hefur ekki verið bólusett og þess vegna þarf áfram að gæta að sóttvörnum meðal þeirra. 1. Heimsóknir Gestir eru velkomnir í heimsókn. Þeir þurfa að vera með maska við komu, spritta hendur og fara beint á herbergi heimilismanna, ekki dvelja í sameiginlegum rýmum. Við miðum þó við að aðeins tveir megi heimsækja hvern og einn í einu til þess að koma í veg fyrir að of margir séu samankomnir í rýminu (börn fædd 2005 eða seinna undanskilin). Opið er fyrir heimsóknir frá klukkan 13-18 alla daga. Heimilismenn mega fara í heimsóknir til ættingja eða bíltúra en verða að gæta að almennum sóttvörnum og spritta hendur við komu á heimilið aftur. 2. Maskanotkun Starfsmenn þurfa áfram að nota maska þegar ekki er hægt að gæta að 2ja metra reglunni milli starfsmanna. Heimilismenn þurfa að nota maska í samræmi við sóttvarnarreglur þegar þeir fara af heimilnu. 3. Kaffi Mörk Vegna almennra fjöldatakmarkana í samfélaginu þá verður Kaffi Mörk áfram lokað fyrir heimilismenn hjúkrunarheimilisins og aðstandendur þeirra. Áfram er mikilvægt að hafa í huga að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir: • Eru í sóttkví eða bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku • Eru með einhver einkenni eins og kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, kviðverki eða niðurgang Fyrir hönd viðbragðsteymis Grundarheimilanna Sigríður Sigurðardóttir... lesa meira