Sækja um dvöl

Sækja um dvöl

Hjúkrun

Til að eiga möguleika á hjúkrunarrými á heimilinu þarf að hafa gilt vistunarmat.

Vistunarmat er faglegt einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega hjúkrun og vistun á hjúkrunarheimili. Þegar að því kemur að sækja um vist á hjúkrunarheimili þarf sá eða sú sem í hlut á eða einhver nákominn að fylla út umsókn um vistunarmat.

Hægt er að nálgast allar upplýsingar um hvernig fyrstu skrefin eru þegar sækja á um dvöl á hjúkrunarheimili á Íslandi  á vefslóðinni  http://www.island.is/efri-arin/husnaedi/dvalarumsokn

Hvíldarinnlögn

Í  Mörk eru 10 hvíldarrými á Sjónarhóli, heimili sem er á 5 hæð.  Hvíldarrýmin eru einkum ætluð einstaklingum með minnissjúkdóma.
Markmið með hvíldarinnlögn er tvíþætt, annars vegar hressingardvöl fyrir einstaklinginn og hins vegar að létta tímabundið umönnun af fjölskyldu hans.  Dvalargestum í hvíldarinnlögn er velkomið að nýta sér alla almenna þjónustu Markar og taka þátt í félagsstarfi og viðburðum sem í boði eru fyrir heimilisfólk.
Sigrún Sigurðardóttir er hjúkrunarfræðingur heimilisins, sími: 560-1751, netfang sigrun.sigurdardottir@morkin.is  
Ragnhildur Hjartardóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri veitir upplýsingar um hvíldarrýmin, sími:560-1703 netfangragnhildur.hjartardottir@morkin.is
Heimilislæknar, starfsfólk heimahjúkrunar og forstöðumenn dagþjálfana geta sótt um hvíldarinnlagnir með því að fylla út eyðublað til Færni-og heilsumatsnefnda á vef Landlæknis  http://www.landlaeknir.is/utgefid-efni/skjal/item16512/
Niðurstaða færni- og heilsumats þarf að liggja fyrir áður en hægt er að sækja um hvíldarinnlögn.

 

Velkomin í hvíldarinnlögn í Mörk

Dvalargestum í hvíldarinnlögn er velkomið að nýta sér alla almenna þjónustu Markarinnar svo sem leikfimi, taka þátt í félagsstarfi og viðburðum sem í boði eru fyrir heimilisfólk. 

Mikilvægt er að láta vita af læknisrannsóknum og aðgerðum sem fyrirhugaðar eru meðan á skammtímadvöl stendur eða í kringum það tímabil.

Í hvíldarinnlögn er nauðsynlegt að hafa með sér:

  • Lyfjakort
  • Lyfjarúllu eða lyf.Vinsamlegast hafið með lyfjarúllu eða þau lyf sem þegar hafa verið skömmtuð.  Þetta á einnig við um augndropa og innúðalyf.
  • Þar sem við á – bleiur, stómavörur, blóðsykursvörur, súrefni og aðrar einnota vörur.
  • Innifatnað, inniskó, föt til skiptanna.
  • Útiföt og útiskó.
  • Létt teppi.
  • Snyrtivörur t.d. sjampó, tannkrem, rakakrem, rakvél, raksápu.

Fatnaður/þvottur

Aðstandendur annast þvott á persónulegum fatnaði og eru taukörfur á hverju baðherbergi. Hægt er að þvo á heimilinu í sérstökum tilvikum.  Vinsamlegast merkið fatnað og hjálpartæki með upphafstöfum, til dæmis með fatatússpenna.  Sæng, koddar, rúmföt og handklæði eru til staðar í Mörk.

Hjálpartæki

Vinsamlegast komið með göngugrindur, hjólastóla og önnur hjálpartæki sem þið eruð vön að nota.

Peningar og verðmætieru á ábyrgð aðstandenda.

Reykingareru ekki leyfðar inni á heimilinu, en hægt er að fara út á svalir.

Heimsóknargestir eru velkomnir allan daginn.  Húsið er læst frá kl.20:00 til kl.8:00 og er þá hægt að hringja dyrabjöllu í anddyri hjúkrunarheimilisins.