Gæðastefna

Gæðastefna

Hjúkrunarstjóri gæða- og fræðslumála ber ábyrgð á gæða og fræðslustarfi heimilanna.
Stefnt er að breiðri þekkingu og reynslu starfsmanna af starfi með öldruðum.
Stefnt er að því að starfsmenn í umönnun hafi að jafnaði lokið fagnámskeiði 1 og 2 eftir 12 mánuði í starfi.
Fræðslunefnd starfar við öll heimilin.
Fræðsla í boði á öllum heimilinum og starfsmenn jafnframt hvattir til að sækja sér fræðslu utan heimilanna.
Verklagsreglur og vinnuleiðbeiningar eru aðgengilegar á sameignarsvæðum innan tölvukerfanna.
Gæðavísar RAI mats eru notaðir til grundvallar gæðastarfsemi heimilanna.
Þverfaglega gæðanefnd skipuð fulltrúum frá öllum þremur heimilinum fer yfir niðurstöður gæðavísa RAI mats að loknu RAI tímabili og skipar í teymi sem taka fyrir sérstök gæðaverkefni.
Viðhorfs og þjónustukannanir lagðar fyrir árlega og niðurstöður nýttar í gæðastarfi.