Aðstandendur

Aðstandendur

Þegar fólk flytur á hjúkrunarheimili er afar nauðsynlegt að aðstandendur haldi áfram að koma í heimsókn eins og þeir gerðu á fyrra heimili. Ekkert kemur í staðinn fyrir umönnun og hlýju frá nánustu aðstandendum. Í Mörk er lögð rík áhersla á að aðstandendur eru ávallt velkomnir og að þeir geti verið eins og heima hjá sér. Ef ekki er kaffi á könnunni þá helli þeir upp á og þeim er auðvitað  frjálst að koma með bakkelsi með kaffinu handa heimilisfólkinu eða bjóða upp á lestur framhaldssögu eða söng ef því er að skipta. Öll tilbreytni er vel þegin.  Það er ekki svo mikið mál að bjóða tíu manns upp á einhverja hressingu eða uppákomu  en tíu einstaklingar búa saman á litlum heimiliseiningum í Mörk. Allir heimilismenn hafa til umráða rúmgott herbergi með salerni og þar hafa þeir hlutina nákvæmlega eins og þeir vilja. Aðstandendur eru beðnir um að aðstoða heimilismann við að búa herbergið eins og heimilismanni hugnast best. Það er líka æskilegt að aðstandendur fari með heimilismanni í gegnum hirslur með reglulegu millibili til að kanna hvort heimilismann vantar fatnað, snyrtivörur eða aðrar nauðsynjar. Heimilisfólki finnst miklu betra að nánustu aðstandendur fari í gegnum skápa og skúffur en starfsfólkið. En semsagt. Aðstandendur eru alltaf velkomnir og vel þegið ef þeir leggja eitthvað af mörkum til að gera hversdaginn skemmtilegan.