Heimsókn.is

Heimsókn.is

Heimsókn.is býður upp á einfalt kerfi sem heldur utan um heimsóknir aðstandenda til vinar eða ættingja og við viljum gjarnan benda aðstandendum okkar hér í Mörk á þetta kerfi. Fólk fær aðgangsorð um leið og það skráir viðkomandi ættingja eða vin í kerfið. Því næst er hægt að bjóða vinum og vandamönnum að tengjast kerfinu. Með því að skrá ættingja eða vin fæst aðgangur að dagatali, dagbók og verklista þar sem m.a. er hægt að  skrá væntanlegar heimsóknir eða símtöl, rita dagbókafærslu í kjölfar heimsóknar og skrá minnisatriði á verklista. Ef enginn hefur heimsótt viðkomandi í nokkra daga (stillingaratriði hvers og eins) sendir kerfið út póst til áminningar.