Húsnæðið

Húsnæðið

Hjúkrunarheimilinu Mörk er skipt upp í ellefu heimili þar sem tíu heimilismenn búa saman á hverju heimili. Hver heimilismaður er með 25 fermetra herbergi fyrir sig með baðherbergi og nokkur herbergi geta verið samliggjandi þannig að hjón geti haft opið á millii. Þá er sameiginlegt eldhús og setustofa á hverju heimili.  Heimilisfólk kemur með að heiman þau húsgögn sem því finnst passa inn í herbergið og getur einnig komið með gluggatjöld, rúmteppi, rúmfatnað og  handklæði ef það kýs svo. Þá getur verið gott fyrir heimilisfólk að koma líka með muni í sameiginlega stofu. Þá verður sameiginleg stofa meira heimilisleg fyrir viðkomandi. Slíkt er gert í samvinnu við starfsfólkið á heimilinu.  Starfsfólk er inni á heimili fólksins að starfa en heimilisfólkið dvelur ekki á vinnustað starfsfólksins. Þetta er grundvallarhugsun í vinnunni í Mörk. Heimilismenn taka þátt í daglegum störfum ef þeir hafa getu og áhuga og þeir taka ákvarðanir sem varða daglegt líf sitt. Starfsfólk er í eigin fatnaði við vinnu og borðar með heimilisfólkinu.