Iðjuþjálfun

Iðjuþjálfun

Leiðarljós iðjuþjálfunar í Mörkinni:

Lífið gengur út á núið og að njóta. Við grípum öll tækifæri sem gefast til að gera daginn
innihaldsríkari og skemmtilegri. Mikilvægast af öllu er að sjá og hlusta með hjartanu.


 Um iðjuþálfun:

Markmiðið með iðjuþjálfun er að efla færni, heilsu og vellíðan einstaklingsins í samræmi við þarfir, getu og langanir hans þannig að hann sé:

  • Eins sjálfbjarga og mögulegt er við þá iðju sem honum er mikilvæg.
  • Öruggur í daglegu umhverfi sínu.
  • Virkur þátttakandi í samfélaginu
  • Til að efla færni nota iðjuþjálfar m.a. fræðslu, ráðgjöf, aðlögun umhverfis og beina þjálfun. Ásamt því að útvega hjálpartæki.

 

Iðjuþjálfun í Mörk:

Deildarstjóri iðjuþjálfunar í Mörk er Thelma Hafþórsdóttir Byrd. Sími 560-1715, thelma@morkin.is

Leiðbeinandi á vinnustofu er Lilja Benjamínsdóttir. Sími 560-1710, lilja.benjaminsdottir@morkin.is

Tómstundarfræðingur í Mörk er Guðlaug Ósk Pétursdóttir. Sími 560-1710, gudlaug.osk.petursdottir@morkin.is

 

Stundaskrá iðjuþjálfunar:

Vinnustofa iðjuþjálfunar er opin milli kl. 9:30-11:30 alla virka daga en skipt er í hópa sem hér segir:

Mánudagur: Fyrir hádegi: Vinnuhópur - Eftir hádegi: Vaxhópur I og II.

Þriðjudagur:  Fyrir hádegi: Örvunarhópur - Eftir hádegi: Iðja upp á 2. og 4. hæð.

Miðvikudagur: Fyrir hádegi: Vinnuhópur - Eftir hádegi: Iðja upp á 3. og 5. hæð / Boccia í sólstofu.

Fimmtudagur: Fyrir hádegi: Örvunarhópur - Eftir hádegi: Söngstund í sólstofu.

Föstudagur: Fyrir hádegi: Vinnuhópur.

Iðjukassar:

Inn á hverju heimili er staðsettur svokallaður iðjukassi, grænn á lit. Hugmyndin er að starfsfólk og aðstandendur noti þau
iðjuverkfæri sem í honum eru með heimilisfólki, sér til dundurs og gamans.

 Iðjukassinn innheldur eftirfarandi hluti:

Ein mappa með sjö myndum af þekktum einstaklngum ásamt æviágripum.

Ein flaska af möndluolíu með ilmkjarnaolíu til nudds og skynörvunar. Setjið olíu í lófa viðkomandi og veitið léttar strokur.

Tíu mandölur og myndir til að lita í.

Ein mappa með völdum söngtextum.

Einn  kassi af trélitum ásamt yddara.

Ein mappa  með völdum ljóðum.

Einn  garnhnykill.

Tveir prjónar.

Félagsstarf:

Auk þess að sinna einstaklingsþjálfun og hópastarfi hefur iðjuþjálfun umsjón með félagsstarfi. Á þeirra vegum eru regluleg harmonikkuböll og bíó-sýningar í húsinu ásamt árlegum viðburðum á borð við Woodstock-hátíð, páskabingó, heimsókn frá Fornbílaklúbbinum, Fiskidaginn litla, Októberfest o.fl. Í desember er sérstök hátíðardagskrá þar sem kórar og aðrir skemmtikraftar koma í heimsókn til okkar. Heimilisfólk í Mörk er ávallt velkomið á alla viðburði hússins  sem og aðstandendur,

Þeir sem hafa áhuga á að koma í heimsókn til okkar og skemmta er bent á að hafa samband við Thelmu iðjuþjálfa. Við tökum öllum hugmyndum fagnandi.