Matur

Matur

Ekkert starfsmannamötuneyti er á hjúkrunarheimilinu sem ætlað er einungis starfsfólki. Heimilisfólk og starfsfólk borða saman inni á heimiliseiningunum ellefu en í veitingasal á fyrstu hæð gefst íbúum íbúðanna við Suðurlandsbraut sem og öðrum tækifæri á að kaupa sér heitan mat í hádeginu. Lögð er rækt við að bjóða upp á ferskt hráefni og elda frá grunni þá rétti sem boðið er uppá. Morgunverður er eldaður inni á heimilunum ellefu og einnig er þar tekið til með kaffinu og stundum bakað og tekinn til kvöldverður. Þorvaldur S. Þorvaldsson er yfirmatreiðslumaður í Mörk.