Verslun

Verslun

Í anddyri á fyrstu hæð heimilisins er verslunin Boggubúð sem er eiginlega kaupfélag upp á gamla mátann. Þar er hægt að kaupa nauðsynjavörur eins og tannkrem, raksápu, sjampó og hárlagningarvökva en einnig gjafavörur og ýmislegt annað sem gleður augu, munn og jafnvel eyru. Þá er seldur dömufatnaður í búðinni sem og náttföt og nærfatnaður á dömur og herra. Búðin er ekki bara búð því það er starfrækt kaffihús þar líka og hægt að setjast niður fyrir framan búðina og kaupa sér cappucino, expresso eða latte. Á laugardögum er boðið upp á nýbakaðar vöfflur eða annað bakkelsi á vægu verði. Opnunartímar verslunar eru sem hér segir:

Mánudagar

kl. 11:00  - 12:00

 

kl. 12:30  - 16:00

Þriðjudagar:

Kl. 12:30  - 16:00

Miðvikudagar:

kl. 11:00  - 12:00

 

kl. 12:30  - 16:00

Fimmtudagar:

kl. 11:00  - 12:00

 

kl. 12:30  - 16:00

Föstudagar:

kl. 11:00  - 12:00

 

kl. 12:30  - 16:00

Laugardagar:

Kl. 13:00  - 17:00

Sunnudagar:

        Lokað