Vinafundir

Vinafundir

Starfsfólk iðjuþjálfunar og djákni heimilisins eru með minningavinnu og vinafundi reglulega.
Höfuðtilgangurinn með minningavinnu er yfirleitt að bæta líðan  fólksins sem í okkar tilfelli eru aldraðir einstaklingar, en auðvitað er hægt að nota minningavinnu með öllum. Minningavinna stuðlar að tengslamyndun, bæði milli þátttakenda í hópum og starfsfólks sem að henni kemur. Hún gefur öldruðum skjólstæðingum færi á að vera veitendur fremur en þiggjendur. Hún er talin geta styrkt sjálfsálit og sjálfsmynd, dregið úr þunglyndi og haft margar aðrar jákvæðar afleiðingar.